Börn verða bólusett gegn Covid-19

Börn í áhættuhópum eru í forgangi hvað varðar bólusetningu barna.
Börn í áhættuhópum eru í forgangi hvað varðar bólusetningu barna. AFP

„Það kemur að því,“ sagði Kamilla Sigríður Jósefsdóttir smitsjúkdómalæknir, spurð hvort börn yrðu bólusett gegn Covid-19 þegar rannsóknum á bólusetningu þeirra lyki. 

„Pfizer er langt komið með rannsóknir á 12-15 ára sem er ekki nema lítill hluti barna og við bíðum bara spennt eftir niðurstöðum. Hvenær þær koma getum við ekki sagt til um,“ sagði Kamilla á upplýsingafundi almannavarna.

Börn í áhættuhópum verða bólusett á undan þeim sem ekki kljást við veikindi sem gera þau verr í stakk búin til að takast á við Covid-19.

„Þegar búið er að rannsaka bóluefnin á fullnægjandi hátt og þau hafa fengið markaðsleyfi fyrir þessa aldurshópa munum við fara áfram, fyrst í áhættuhópa og svo almennt ef bóluefnisframboð er ekki í samræmi fyrir aldurshópana í heild.“

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert