Ekki tilefni til að herða aðgerðir

Þórólf­ur Guðna­son á fundi dagsins.
Þórólf­ur Guðna­son á fundi dagsins. Ljósmynd/Almannavarnir

Ekki er tilefni til að leggja fram tillögur um hertar aðgerðir innanlands vegna kórónuveirufaraldursins. Sóttvarnalæknir er tilbúinn að gera það ef ástandið versnar.

Þetta kom fram í máli Þórólfs Guðnasonar sóttvarnalæknis á upplýsingafundi almannavarna.

Tólf greind­ust með kór­ónu­veiruna inn­an­lands í gær. Af þeim voru tíu í sótt­kví og tveir utan sótt­kví­ar.

Alls voru tek­in 4.176 sýni inn­an­lands í gær og af þeim tók Íslensk erfðagrein­ing 1.041 sýni með slembiúr­taki. Ekk­ert smit hef­ur greinst í slembiúr­taki Íslenskr­ar erfðagrein­ing­ar síðustu tvo daga. 

Þórólfur minnir fólk á að passa sig áfram, virða sóttvarnir og takmarka hópamyndanir.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert