Veronika Steinunn Magnúsdóttir
Þingfundi sem átti að hefjast klukkan hálftíu í kvöld hefur verið frestað til klukkan 23.00 og er búist við því að hann muni standa yfir fram á nótt.
Þar verður tekið til meðferðar frumvarp ríkisstjórnarinnar til breytinga á sóttvarna- og útlendingalögum, sem heimila að skylda farþega frá skilgreindum áhættusvæðum í sóttvarnahús og banna ónauðsynleg ferðalög frá skilgreindum áhættusvæðum.
Velferðarnefnd er nú með málið til umfjöllunar og er útlit fyrir að frumvarpið taki þó nokkrum breytingum áður en það fer fyrir þingið en samkvæmt heimildum mbl.is er óvíst hvort samstaða náist um þær breytingar innan nefndarinnar.
Uppfært klukkan 00.03 : Þingfundi hefur tvisvar verið frestað síðan fréttin er skrifuð, fyrst til miðnættis og nú til klukkan eitt í nótt.