Handritin sál Íslands

Sjóliðar á Vædderen bera handritin á land í Reykjavík 1971.
Sjóliðar á Vædderen bera handritin á land í Reykjavík 1971. mbkl.is/Ólafur K. Magnússon

Bæta þarf aðgengi að íslensku handritunum sem varðveitt eru í Kaupmannahöfn og æskilegt væri að fá fleiri þeirra hingað til lands.

Þetta segir Lilja Alfreðsdóttir menntamálaráðherra í Morgunblaðinu í dag í tilefni af því að í dag, 21. apríl, er liðin hálf öld síðan fyrstu handritin úr vörslu Dana voru fengin Íslendingum að nýju.

Í handritamálinu börðust Íslendingar fyrir menningu sinni og sjálfsmynd segir menntamálaráðherra og leggur áherslu á hve mikilvæg þessi barátta hafi verið. „Þjóðum sem eiga sína sögu vegnar betur en öðrum, enda hafa þær til framtíðar litið góðan grunn til að byggja á,“ tiltekur Lilja sem segir aðkallandi að koma fornsögunum íslensku í stafrænt form. Nýta verði möguleika fjórðu iðnbyltingarinnar til þess að efla íslenskt mál og bókmenntir.

„Handritin eru sál íslensku þjóðarinnar, skilið okkur þeim til baka,“ segir íslenski menntamálaráðherrann í viðtali um helgina við Kristeligt Dagblad sem gefið er út í Kaupmannahöfn.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert