Nýtt þrívíddarlíkan af gosinu

Líkanið er nokkuð nákvæmt en gagnvirkt á sama tíma, svo …
Líkanið er nokkuð nákvæmt en gagnvirkt á sama tíma, svo notendum gefst tækifæri á að gaumgæfa hvern krók og kima allra gosopanna á svæðinu. Skjáskot/Náttúrufræðistofnun

Náttúrufræðistofnun hefur gefið út nýtt þrívíddarlíkan af eldgosinu á Reykjanesskaga, unnið úr myndum sem teknar voru í dag. Á líkaninu má skruna inn og skoða alla gígana sem enn eru á gossvæðinu og fá nokkuð góða mynd af því hvernig aðstæður á svæðinu eru. 

Líkanið má finna hér:

Vísindaráð almannavarna fundaði um stöðu eldgossins í dag og í fréttatilkynningu sem send var út ber hæst að gögn sýni að gosstraumurinn sé stöðugur. Nú hefur gosið í um þrjátíu daga á svæðinu og hefur straumur þunnfljótandi kviku með lítilli sprengivirkni flætt um svæðið síðan með stöðugum hætti. 

Fram kom á fundinum að Veðurstofan og Umhverfisstofnun hafi unnið að því að efla vöktun og upplýsingagjöf vegna gasmengunar í byggð og eins við gosstöðvarnar. Veðurstofan mun taka að sér að vakta gildi mengunar í byggð allan sólarhringinn og gera almannavörnum viðvart ef gildin fara yfir heilsufarsmörk.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert