Þrjár stofnanir í eina

Aðalstöðvar Skattsins, við Laugaveg.
Aðalstöðvar Skattsins, við Laugaveg. Ljósmynd/mbl.is

Frumvarp fjármálaráðherra um breytingar á lögum er varða rannsókn og saksókn skattalagabrota varð að lögum í gær. Með nýju lögunum er tekið fyrir tvöfalda refsingu við skattalagabrotum sem hingað til hefur tíðkast hér á landi og Mannréttindadómstóll Evrópu hefur dæmt á skjön við Mannréttindasáttmála Evrópu.

Enn fremur voru samþykktar breytingar á stofnanauppbyggingu og samstarfi til að koma í veg fyrir að tvöföldum refsingum verði beitt í málaflokki skattamála. Þannig var embætti skattrannsóknarstjóra ríkisins lagt niður og þess í stað gert að sérstakri einingu innan Skattsins. Því heyra skattrannsóknir nú beint undir ríkisskattstjóra. 

Ekki er langt síðan embætti tollstjóra var einnig sameinað undir Skattinn. Því hafa nýlega þrjár stofnanir ríkisskattstjóra, skattrannsóknarstjóra og tollstjóra verið sameinaðar undir einn hatt Skattsins. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert