Ráðist var á einstakling með kylfu í miðbæ Reykjavíkur á níunda tímanum í gærkvöldi. Árásarmaðurinn flúði af vettvangi en þolandinn sagðist ekki geta stigið í fótinn eftir árásina. Hann var fluttur með sjúkrabifreið til aðhlynningar á bráðadeild. Árásarmaðurinn fannst um þremur klukustundum síðan og var þá handtekinn og vistaður í fangageymslu fyrir rannsókn málsins.
Þetta kemur fram í dagbók lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu.
Þar segir jafnframt að afskipti hafi verið höfð af manni á tíunda tímanum í gærkvöldi þar sem hann var með hendurnar fullar af verkfærum. Maðurinn viðurkenndi að hafa stolið verkfærunum, sem reyndust vera rafmagnsverkfæri, úr bifreið. Hann sýndi lögreglumönnum bifreiðina og var handtekinn og vistaður í fangageymslu. Hann hefur nú verið látinn laus og eigandi verkfæranna sótt þau.
Nokkuð var um að fólk væri stöðvað við akstur vegna gruns um akstur undir áhrifum.