Fleiri en 300 manns sem nýta sér velferðarþjónustu Reykjavíkurborgar fengu sína fyrstu bóluefnasprautu gegn Covid-19 í gær. Um er að ræða fatlaða einstaklinga sem njóta víðtækrar þjónustu á vegum velferðarsviðs borgarinnar.
Þetta kemur fram í tilkynningu frá Reykjavíkurborg. Þar segir að starfsfólk velferðarþjónustunnar hafi verið undir miklu álagi síðan kórónuveirufaraldurinn braust út hér á landi og þurft að gæta sín sérstaklega vel vegna skjólstæðinga sinna og til að halda þjónustunni gangandi allan sólarhringinn.