Daníel E. Arnarsson, framkvæmdastjóri Samtakanna'78, gefur kost á sér í 2. sæti annars hvors Reykjavíkurkjördæmanna fyrir Vinstri-græna. Daníel er fyrrverandi stjórnarmaður í UVG, hefur stýrt kosningabaráttu flokksins í Suðurkjördæmi og Suðvesturkjördæmi og tekið sæti á lista flokksins fjórum sinnum.
Í fréttatilkynningu segist Daníel leggja ríka áherslu á fjölbreytt atvinnutækifæri í Reykjavík með stóraukinni sókn í lista- og menningarlífi borgarinnar. Hann segir að bæta þurfi heilbrigðiskerfið enn frekar og þá sérstaklega á sviði geðheilbrigðis og heilbrigðisþjónustu kvenna.
Daníel segir að mannréttindabarátta standi sér nærri og segist hann vilja að Ísland skipi sér í flokk meðal fremstu ríkja í réttindabaráttu hinsegin fólks. Að auki vill Daníel standa fyrir mannúðlegra kerfi fyrir þá sem leita alþjóðlegrar verndar hér á landi.