Ekki þarf lengur að spritta sameiginlegan búnað

Ekki þarf lengur að spritta búnað sem gengur milli manna …
Ekki þarf lengur að spritta búnað sem gengur milli manna í hóptímum. Enn þarf þó að spritta sameiginlegan búnað milli hóptíma. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Ekki þarf lengur að að sótthreinsa búnað í líkamsræktarstöðvum sem gengur milli gesta í hóptímum, samkvæmt reglugerðarbreytingu heilbrigðisráðherra frá í fyrradag. Enn þá þarf þó að sótthreinsa búnað milli hóptíma. Rúv greindi fyrst frá.

Fleiri breytingar hafa tekið gildi, þar á meðal er varða söfn. Söfn mega nú taka við helmingi skráðrar móttökugetu, en ekki aðeins 20 manns í einu eins og áður var. Safngestir skulu þó skrá nafn, kennitölu og símanúmer við komuna.

Þá hefur reglum um undanþágur frá fjöldatakmörkunum verið breytt. Nú hljóðar reglugerð svona:

„Þrátt fyrir 1. og 2. mgr. er allt að 100 gestum heimilt að vera viðstaddir athafnir trú- og lífsskoðunarfélaga og sviðslistar-, menningar- og íþróttaviðburði, ráðstefnur, fyrirlestra eða sambærilega viðburði, að uppfylltum öllum eftirfarandi skilyrðum:“

  • Allir gestir séu sitjandi og ekki andspænis hver öðrum.
  • Allir gestir séu skráðir, a.m.k. nafn, kennitala og símanúmer. Skráin skal varðveitt í tvær vikur og eytt að þeim tíma liðnum.
  • Allir gestir noti andlitsgrímu nema þegar neytt er drykkjar- eða neysluvöru.
  • Tryggt sé að fjarlægð milli ótengdra gesta sé a.m.k. 1 metri.
  • Áfengisveitingar séu ekki heimilar.
  • Skipuleggjendum viðburða er skylt að tryggja þegar gestir eru ekki í sætum, svo sem fyrir og eftir viðburð og í hléi, að ekki komi fleiri saman en 20 manns og virt sé 2 metra nálægðartakmörkun milli ótengdra aðila.
  • Þrátt fyrir að heimilt sé að hafa hlé á viðburðum skal biðja gesti um að halda kyrru fyrir í sætum sínum.
  • Sala eða boð um veitingar er ekki heimil í hléi.
  • Sé eitthvert ofangreindra skilyrða ekki uppfyllt er hámarksfjöldi á viðburði 20 manns í hverju rými.
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert