Gervigreind fylgist með steypunni

Náið er fylgst með hitaþróun í grunni Landspítalans hins nýja.
Náið er fylgst með hitaþróun í grunni Landspítalans hins nýja. Ljósmynd/NLSH

Vinna við uppsteypu er í fullum gangi í grunni meðferðarkjarna Nýja Landspítalans við Hringbraut og miðar verkinu vel áfram. Nýrri tækni er beitt við verkið. Aðalverktaki uppsteypunnar er Eykt hf. Stærsta steypan hingað til var um 350 rúmmetrar en búast má við að þær verði mun stærri þegar kemur ofar í húsið.

Í nýútkomnum framkvæmdafréttum verkefnisins er rætt við Kai Westphal, framkvæmdastjóra Steypu, framleiðslu og dreifingar hjá Steypustöðinni. Hann segir að nú þegar hafi um 1.680 rúmmetrar farið í undirstöður hússins.

„Það sem er merkilegt við framkvæmdina er að við notum snjallnema frá Giatec sem mælir hita og styrk steypunnar í rauntíma í mannvirkjum. Um 50 þráðlausir nemar eru í miðri steypunni sem fylgjast náið með hitaþróun í undirstöðum til að stýra kælingu og koma í veg fyrir sprungumyndun og meta hvenær rétti tíminn er til að slá mótin frá,“ segir Kai.

Hann segir að þetta sé í eitt fyrsta skipti í stórframkvæmd á Íslandi sem notast er við slíka tækni þar sem stuðst er við rauntímaupplýsingar með aðstoð gervigreindar.

sisi@mbl.is

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert