Isabel braut aftur blað í sögu Stúdentaráðs

Isabel Alejandra Díaz.
Isabel Alejandra Díaz. mbl.is/Kristinn Magnússon

Isabel Alejandra Díaz var endurkjörin forseti Stúdentaráðs Háskóla Íslands í gærkvöldi. Er hún þar með fyrsta konan sem hefur verið endurkjörin sem forseti ráðsins frá upphafi. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Stúdentaráði. 

Isabel hefur áður brotið blað í sögu Stúdentaráðs, þegar hún var kosin í fyrra og var þá fyrsti einstaklingurinn af erlendum uppruna til að gegna stöðu forseta Stúdentaráðs frá upphafi en ættir Isabel má rekja til Mið-Ameríkuríkisins El Salvador.

„Isabel leiddi framboðslista Röskvu í kosningum meðal stúdenta til Háskólaráðs HÍ og hlaut kjör með flest greidd atkvæði í mars 2020. Hún hefur því samhliða störfum sínum sem forseti Stúdentaráðs sl. ár einnig setið í Háskólaráði og mun halda áfram að gera svo næsta árið. Isabel hefur áður setið sem varafulltrúi í Stúdentaráði og sviðsráðum, starfsárið 2018-2019 sinnti hún stöðu varafulltrúa á hugvísindasviði og á félagsvísindasviði starfsárið 2019-2020,“ segir í tilkynningu.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert