Kynning á kolefnisförgunarmiðstöð

Ljósmynd/Aðsend

Carbfix boðar til opins fundar klukkan 11:00 í beinu streymi frá Grósku á Degi Jarðar þar sem eitt umfangsmesta loftslagsverkefni sögunnar, Coda Terminal, verður kynnt til leiks. Hér að neðan er hægt að fylgjast með fundinum í beinu streymi.

Um er að ræða kolefnisförgunarmiðstöð sem reist verður í Straumsvík og mun taka á móti CO2 sem flutt verður hingað til lands á sérstökum skipum frá N-Evrópu. Vonast er til þess að hin nýja atvinnugrein sem byggist upp í kringum reksturinn geti skapað allt að 600 bein og afleidd störf við uppbyggingu og rekstur Coda Terminal.

 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert