Leiðinlegt veður á gosstöðvunum á fyrsta degi sumars

Fjöldi fólks hefur lagt leið sína að gosstöðvunum undanfarna daga.
Fjöldi fólks hefur lagt leið sína að gosstöðvunum undanfarna daga. mbl.is/Einar Falur

Fámennt var við gosstöðvarnar í Geldingadölum á sumardaginn fyrsta. 

„Það er búið að vera mjög lítið af fólki og hundleiðinlegt veður,“ segir Otti Rafn Sigmarsson hjá björgunarsveitinni Þorbirni. 

„Síðan lagaðist veðrið aðeins þegar leið á daginn og það bættist aðeins við af fólki þangað til það var lokað klukkan níu. Þetta voru kannski 200 til 300 manns sem komu í dag,“ segir Otti. 

Hann segist halda að mun fleiri hefðu lagt leið sína að gosinu hefði veður verið betra, enda um að ræða frídag. 

mbl.is/Einar Falur
Mikið sjónarspil blasti við gosferðalöngum.
Mikið sjónarspil blasti við gosferðalöngum. mbl.is/Einar Falur
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert