„Sumarið heilsar á suðaustlægum áttum með vætu víða um S- og V-vert landið,“ svo hefjast hugleiðingar veðurfræðings Veðurstofu Íslands. Það verður því ekki sól og blíða á landinu í dag, sumardaginn fyrsta, og er útlit fyrir að kólni eftir helgi.
Hiti verður á bilinu þrjú til átta stig í dag.
„Á morgun og á laugardaginn er ekki útlit fyrir miklar breytingar; suðaustlæga átt og vætu, en þurrt NA-til. Þó stefnir í að hlýni hjá okkur fram á sunnudag. Spár gefa til kynna að það fari að kólna hjá okkur aftur eftir helgi, sérstaklega NA-lands,“ segir í hugleiðingunum.