Vilja rækta upp efri hluta Eystri-Rangár til laxveiða

Eystri-Rangá er langaflahæsta laxveiðiá landsins og þar var sett nýtt …
Eystri-Rangá er langaflahæsta laxveiðiá landsins og þar var sett nýtt met á síðasta ári. mbl.is/Einar Falur Ingólfsson

Þrír einstaklingar hafa áhuga á að byggja efri hluta Eystri-Rangár upp sem laxveiðiá og jafnframt þjónustu við veiðimenn. Hafa þeir óskað eftir viðræðum við Rangárþing ytra sem á stóran hluta lands að ánni á þessum kafla og ýmsa aðra hagsmunaaðila.

„Okkur líst vel á þetta, þeir eru með spennandi áform,“ segir Ágúst Sigurðsson, sveitarstjóri Rangárþings ytra, um viðbrögð sveitarstjórnar.

Beiðni Lýðs Skúlasonar, Guðmundar Inga Hjartarsonar og Finns Björns Harðarsonar, um viðræður við sveitarfélagið um langtímaleigu eða eftir atvikum kaup á landi sem liggur að efri hluta Eystri-Rangár var tekin fyrir á fundi sveitarstjórnar Rangárþings ytra fyrir skömmu. Sveitarfélagið á jarðirnar Árbæ og Foss sem eru vestan megin ár og hlut í jörðum sem eru austan megin.

Í umfjöllun um mál þetta í Morgunblaðinu í dag segir Lýður áformin á byrjunarstigi og verkefnið ekki komið á það stig að hægt sé að segja nánar frá því.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert