Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir hefur skilað Svandísi Svavarsdóttur heilbrigðisráðherra minnisblaði um tillögur að hertum aðgerðum á landamærum í samræmi við nýsamþykkt lög sem heimila yfirvöldum að skylda ferðamenn í sóttvarnahús.
Þetta staðfestir Hjördís Guðmundsdóttir upplýsingafulltrúi almannavarna við mbl.is.
Hún bendir á að líkt og áður muni Þórólfur ekki tjá sig um minnisblaðið fyrr en eftir að ný reglugerð heilbrigðisráðherra tekur gildi.
Þórólfur sagði í samtali við mbl.is í gær að fyrst og fremst verði farið eftir áhættumati almannavarna hvað varði aðgerðir á landamærum, ekki skilgreiningu Sóttvarnastofnunar Evrópu á áhættusvæðum.