Geti sparað 50 þúsund á ári

Nettó. Nýtt app sem kynnt verður í dag veitir viðskiptavinum …
Nettó. Nýtt app sem kynnt verður í dag veitir viðskiptavinum afslátt. mbl.is/Kristinn Magnússon

Viðskiptavinir Samkaupa geta sparað allt að 50 þúsund krónur á ári með því að nota nýtt smáforrit sem fyrirtækið kynnir til leiks í dag. Með því að nota forritið fá viðskiptavinir 2% afslátt í formi inneignar í hvert skipti sem þeir versla.

Séu viðskiptavinir duglegir að nota forritið geta þeir því sparað ágætisupphæð á ári hverju.

„Appið er bylting á matvörumarkaði en við erum að fylgja nýjustu tækni og færa matvöruverslunina nær viðskiptavinum okkar. Við hófum innleiðingu á appinu um síðustu jól þegar starfsfólk Samkaupa fékk aðgang en nú eru um 10 þúsund ánægðir viðskiptavinir komnir með það,“ segir Gunnar Egill Sigurðsson, framkvæmdastjóri verslunarsviðs Samkaupa í Morgunblaðinu í dag.

Forritið virkar í öllum verslunum Samkaupa sem rekur rúmlega 60 verslanir víðs vegar um landið undir vörumerkjum Nettó, Krambúðarinnar, Kjörbúðarinnar, Iceland og Samkaup Strax.

„Appið er bylting á matvörumarkaði en við erum að fylgja nýjustu tækni og færa matvöruverslunina nær viðskiptavinum okkar. Við hófum innleiðingu á appinu um síðustu jól þegar starfsfólk Samkaupa fékk aðgang en nú eru um 10 þúsund ánægðir viðskiptavinir komnir með það,“ er ennfremur haft eftir Gunnari í fréttatilkynningu.

Viðskiptavinir skanna inn QR-kóða með símanum við afgreiðslukassann í hvert sinn sem þeir versla og afslátturinn kemur strax inn í formi inneignar. Í appinu geta viðskiptavinir séð hversu mikinn afslátt þeir fá hverju sinni og hver uppsöfnuð inneign þeirra er auk þess sem þeim standa til boða reglulega sértilboð á matvöru.

Notendur appsins fengu sem dæmi 10-25% aukaafslátt af öllum páskaeggjum fyrir páska og 10% afslátt af ávöxtum og grænmeti. Viðskiptavinir geta skráð greiðslukort í appið og notað það sem milliliðalausa greiðslu og fá rafræna kvittun senda beint í appið.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert