Hert á landamærunum á þriðjudag

Hertar sóttvarnaaðgerðir við landamærin taka gildi á þriðjudaginn.
Hertar sóttvarnaaðgerðir við landamærin taka gildi á þriðjudaginn. mbl.is/Kristinn Magnússon

Ný reglu­gerð heil­brigðisráðherra um sótt­kví og ein­angr­un og sýna­töku við landa­mæri Íslands vegna Covid-19 tek­ur gildi þriðju­dag­inn 27. apríl næst­kom­andi. Þetta kem­ur fram í til­kynn­ingu frá Stjórn­ar­ráðinu.

Reglu­gerðin inn­leiðir skyldu komuf­arþega frá háá­hættu­svæðum til Íslands til að dvelja í sótt­varna­húsi. Háá­hættu­svæðin eru lönd þar sem ný­gengi Covid-19-smita er yfir til­tekn­um mörk­um sem skil­greind eru í reglu­gerðinni. 

Birt verður aug­lýs­ing sem út­list­ar lönd­in sem um er að ræða en list­inn verður end­ur­met­inn eft­ir þörf­um.

Lönd­in sem nú eru á list­an­um yfir háá­hættu­svæði eru:

A) Lönd eða svæði þar sem 14 daga ný­gengi er 500–699 á hverja 100.000 íbúa:

  • Arg­entína
  • Arúba
  • Bosn­ía og Her­segóvína
  • Búlga­ría
  • Chile
  • Eist­land
  • Grikk­land
  • Ítal­ía
  • Liechten­stein
  • Norður-Makedón­ía
  • Rúm­en­ía
  • Serbía
  • Seychell­es-eyj­ar
  • Slóven­ía
  • Meg­in­land Spán­ar
  • Tékk­land

B) Lönd eða svæði þar sem 14 daga ný­gengi er 700 eða meira á hverja 100.000 íbúa eða full­nægj­andi upp­lýs­ing­ar um svæðið eða landið liggja ekki fyr­ir:

  • Andorra
  • Barein
  • Bermúda
  • Curaçao
  • Frakk­land
  • Hol­land
  • Króatía
  • Kýp­ur
  • Lit­há­en
  • Pól­land
  • Pú­er­tó Ríkó
  • San Marínó
  • Svíþjóð
  • Tyrk­land
  • Ung­verja­land
  • Úrúg­væ
mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert
Loka