Lögreglustjórinn á Vestfjörðum vísaði frá kæru Samherja á hendur fimm starfsmönnum Seðlabankans í mars síðastliðnum. Samherji hefur kært frávísunina til ríkissaksóknara sem tekur nú ákvörðun um framhald málsins.
Frá þessu er greint á vef RÚV, en ekki hefur náðst í lögreglustjórann á Vestfjörðum í dag vegna málsins.
Samherji kærði fimmmenningana á vormánuðum 2019 til lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu, sem taldi sig ekki hæfa til þess að taka við málinu og sendi það áfram á lögreglustjórann á Vestfjörðum.
Upphaflega kæra Samherja varðaði rannsókn Seðlabankans á meintum brotum Samherja gegn þágildandi gjaldeyrislögum, sem hófst árið 2012.