Lítil skjálftavirkni hefur verið við gossvæðið við Fagradalsfjall í dag og náttúruvársérfræðingar Veðurstofunnar sjá engar marktækar breytingar á stöðunni eins og er.
Samkvæmt Einari Hjörleifssyni er skyggni gott á gossvæðinu sem stendur en gæti það orðið lélegt síðar í dag. Þá er vel fylgst með gasmengun, en talsverður vindur er í spákortunum og mun gasmengun liggja áfram yfir Reykjanesbæ. Vel verður fylgst með gildum á mælum í Njarðvík.
Hægt er að fylgjast með gosinu í beinni útsendingu hér.