Sumrinu fagnað með sprelli í vatnsleikfimi

Sumri fagnað í Kópavogslaug.
Sumri fagnað í Kópavogslaug. mbl.is/Ásdís

Vatnsleikfimin í Kópavogslaug er vinsæl. Þangað koma ekki síst heldri konur sem leyfa sér að sprella með stjórnandanum og fagna sumrinu en karlmennirnir sprikla til hliðar og eru hlédrægari.

Lögð er áhersla á aukið þol, styrk og liðleika en gleðin er þó alltaf í fyrirrúmi. Kostur við æfingar í vatni er að allir geta stundað þær, fólk þarf að byrja rólega, finna það álag sem hentar og hlusta á líkamann.

Margir fastagestir sundlauganna söknuðu daglegrar hreyfingar og pottaspjalls á meðan laugarnar voru lokaðar vegna samkomutakmarkana og sóttvarna. Fólkið hefur nú tekið gleði sína á ný. Sundlaugar á höfuðborgarsvæðinu og um land allt eru ávallt vel sóttar enda sundið allra meina bót.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka