„Þetta gengur ekki svona“

Eybjörg Helga Hauksdóttir, framkvæmdastjóri Samtaka fyrirtækja í velferðarþjónustu.
Eybjörg Helga Hauksdóttir, framkvæmdastjóri Samtaka fyrirtækja í velferðarþjónustu. mbl.is/Hari

Fram­kvæmda­stjóri Sam­taka fyr­ir­tækja í vel­ferðarþjón­ustu, Ey­björg Helga Hauks­dótt­ir, von­ar að stjórn­völd taki loks á þeirri al­var­legu stöðu sem upp er kom­in á hjúkr­un­ar­heim­il­um um land allt. Hún seg­ir brýna þörf fyr­ir fjár­veit­ingu, ell­egar stefni 87% hjúkr­un­ar­heim­ila í gjaldþrot.

Skýrsla starfs­hóps um rekst­ur hjúkr­un­ar­heim­ila, sem stjórn­völd hafa sagt að sé for­senda auk­inn­ar fjár­veit­ing­ar til mála­flokks­ins, birt­ist í dag, en henn­ar hef­ur verið beðið í á átt­unda mánuð.

Sam­kvæmt niður­stöðum skýrslu­höf­unda kost­ar rekst­ur hjúkr­un­ar­heim­ila 31,1 millj­arð á ári.

„Auðvitað er maður orðinn frek­ar óþreyju­full­ur, svo vægt sé til orða tekið, að það verði eitt­hvað gert í þess­um mál­um, þetta geng­ur ekki svona.

Og ég er ekki að ýkja þegar ég segi að ef ekki verður komið til móts við þessa breyt­ingu á vakta­vinnu­tím­an­um, ofan á þenn­an ta­prekst­ur 87 hjúkr­un­ar­heim­ila, þá er al­veg ljóst að flest ef ekki öll þess­ara hjúkr­un­ar­heim­ila muni lenda í greiðsluþroti á næstu mánuðum,“ seg­ir Ey­björg við mbl.is.

„Þetta er bara staðreynd, þetta eru ekki gíf­ur­yrði, þetta eru ekki hót­an­ir. Þetta er bara staðreynd,“ bæt­ir hún við.

10% auk­in fjár­aukn­ing hið minnsta

Ey­björg út­skýr­ir að mörg hjúkr­un­ar­heim­ila séu rek­in með tapi og að meiri fjár­muna sé þörf til þess að bregðast við því. Eins og fyrr seg­ir kost­ar ár­lega um 31 millj­arð að reka hjúkr­un­ar­heim­ili lands­ins.

Að sögn Ey­bjarg­ar þarf a.m.k. þrjá millj­arða til viðbót­ar til þess að mæta viðmiði um fjölda um­mönn­un­ar­tíma, sem sett er af land­lækni, með því fag­fólki sem nú vinn­ur á hjúkr­un­ar­heim­il­um.

„Sam­talið hef­ur nú ekki beint verið tekið um hversu langt menn vilja ganga, ef einnig á að mæta viðmiðum land­lækn­is um fag­mönn­un. Þá erum við að tala um 25% aukn­ingu á launa­kostnaði, en við vit­um al­veg að það er ekki að fara að ger­ast, að minnsta kosti ekki á einu bretti.

En manni finnst al­gjört lág­mark að sýnd sé viðleitni til þess að mæta þessu viðmiði um fjölda umönn­un­ar­klukku­stunda, bara til þess að ná að sinna þeim sem dvelja á hjúkr­un­ar­heim­il­un­um.“

En þá er sag­an ekki öll sögð, enda eru síðustu kjara­samn­ing­ar sem voru und­ir­ritaðir aft­ur­virk­ir til árs­ins 2019 og því þarf auk­in fjár­veit­ing einnig að vera aft­ur­virk.

Stytt­ing vinnu­tíma vakta­vinnu­fólks leggst ofan á ta­preskt­ur

En sag­an er enn ekki öll sögð, eins og Ey­björg út­skýr­ir, vegna þess að 1. maí tek­ur gildi stytt­ing vinnu­tíma vakta­vinnu­fólks, sem hef­ur í för með sér kostnaðarsam­ar skipu­lags­breyt­ing­ar inn­an hjúkr­un­ar­heim­il­anna. 

„Svo erum við að horfa fram á svaka­lega breyt­ingu sem á að taka gildi núna 1. maí, bara núna í næstu viku, um vinnu­tíma vakta­vinnu­fólks og kostnaðar­auka upp á 10-15% launa­hækk­un ofan í þessa stöðu. Og við höf­um ekki enn fengið svör við því hvernig menn ætla að koma til móts við þetta ástand og hvenær. 

Það er aug­ljóst að okk­ar mati að það verður að veita inn pen­ing­um í þessa þjón­ustu og það strax. Þetta geng­ur ekki leng­ur, þessi skýrsla ligg­ur bara fyr­ir, menn sjá í þess­ari svörtu skýrslu að það vant­ar fjár­magn og nú þarf bara að græja það strax.“

mbl.is
Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert