Uppistand fyrir 65.000 króna skuld á Prikinu

Þegar Halldór Laxness Halldórsson, betur þekktur sem Dóri DNA, var kominn í 65.000 króna barskuld á Prikinu eftir eina helgi árið 2009 var hann beðinn um að halda tónleika til að greiða skuldina. Þá var hann nánast hættur að rappa en farinn að velta uppistandi fyrir sér. Því hélt hann uppistand í staðinn og greiddi þannig skuldina. Ekki löngu seinna var uppistandshópurinn Mið-Ísland kominn á flug. 

Dóri er viðmælandi í nýjasta þætti Dagmála. Þar segir hann m.a. frá því hvers vegna hann lagði rappið á hilluna og byrjaði í uppistandi. 

„Þetta byrjar bara sem ég og Bergur [Ebbi Benediktsson], við vorum báðir svolítið að kúpla okkur út úr tónlist þarna, hann úr Sprengjuhöllinni og ég úr rappi,“ segir Dóri. 

Á ég að fara að rappa hérna?“ 

Þeir sóttu uppistandssýningu á NASA og voru innblásnir eftir hana og skrifuðu sitt eigið uppistand. 

„Svo kom að því að ég var einhvern veginn hálfur út úr rappinu og skuldaði 65.000 kall í barskuld á Prikinu eftir eina helgi eða eitthvað og Finni var bara: „Ætlarðu að halda tónleika?“ og ég var bara: „Tónleika? Á ég að fara að rappa hérna?“ þannig að við bara bókuðum uppistand,“ segir Dóri. 

Mið-Ísland hefur, síðan hópurinn byrjaði árið 2009, selt um 140.000 miða og notið mikilla vinsælda. Hópurinn ákvað að taka sér frí á árinu 2020, áður en kórónuveirufaraldurinn kom upp.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert