Vindorkuver komin á aðalskipulag

Vindmyllur á Suðurlandi. Myllurnar í Laxárdal í Dalabyggð gætu orðið …
Vindmyllur á Suðurlandi. Myllurnar í Laxárdal í Dalabyggð gætu orðið allt að 200 m á hæð. mbl.is/Árni Sæberg

Sveitarstjórn Dalabyggðar hefur samþykkt að breyta aðalskipulagi á tveimur stöðum í sveitarfélaginu með það fyrir augum að þar megi setja upp vindorkuver.

Breytingin nær til Hróðnýjarstaða, neðst og fremst í Laxárdal, og Sólheima sem er efsti bærinn í dalnum. Ríkjandi vindáttir ráða því að hagstætt gæti verið að setja upp vindorkuver á umræddum jörðum, enda óskuðu eigendur þeirra eftir því að sveitarstjórnin breytti aðalskipulagi með það fyrir augum. Breytingin gekk í gegn með samþykkt á fundi sveitarstjórnar í sl. viku og bíður nú staðfestingar Skipulagsstofnunar.

„Að ná þessari breytingu á aðalskipulagi í gegn hefur verið fjögurra ára ferli. Þetta er þó aðeins einn áfangi á langri vegferð,“ segir Eyjólfur Ingvi Bjarnason, oddviti Dalabyggðar, í Morgunblaðinu í dag. Hann bendir á að í upphafi árs hafi verið gerð skoðanakönnun meðal íbúa Dalabyggðar um afstöðu þeirra til vindorkuvera. Þar kom fram að rúm 50% eru hlynnt eða mjög hlynnt vindorkuverum. Í ljósi þess m.a. var haldið áfram með málið.

Áður en kemur til útgáfu framkvæmdaleyfis á bæði eftir að vinna deiliskipulag og meta umhverfisáhrif. Eins á eftir að koma í ljós hvort og hvernig rammaáætlun mun hafa áhrif á ferlið.

Eyjólfur Ingvi Bjarnason oddviti í Dalabyggð.
Eyjólfur Ingvi Bjarnason oddviti í Dalabyggð. mbl.is/Sigurður Bogi
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert