17 innanlandssmit Covid-19 greindust síðastliðinn sólarhring. Þar af var eitt utan sóttkvíar.
Á landamærunum greindust tveir með virkt Covid-19-smit.
Að sögn Hjördísar Guðmundsdóttur, upplýsingafulltrúa almannavarnadeildar lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu, fór töluverður fjöldi í skimun í gær, þar af margir í seinni skimun sóttkvíar vegna hópsmits sem tengist leikskólanum Jörfa.
Þórófur Guðnason sóttvarnalæknir sagði í samtali við mbl.is í gær að viðbúið yrði að nokkur fjöldi smita myndi greinast í gær þar sem mikill fjöldi fólk sem hafði verið útsettur væri í seinni skimun.
„Það á ekki að koma á óvart að við greinum smit hjá fólki sem er í sóttkví. Það er viðbúið að hluti af þeim muni greinast, þetta er fólk sem er útsett fyrir smiti og það er viðbúið að það greinist hjá hluta fólksins. Um 5% þeirra sem eru í sóttkví er búist við að veikist af veirunni,“ sagði Þórólfur fjölda skimana í gær.
Fréttin hefur verðir uppfærð.