Aflamark í ýsu aukið um átta þús. tonn

Aflamark í ýsu verður aukið um átta þúsund tonn á yfirstandandi fiskveiðiári, samkvæmt reglugerð sem Kristján Þór Júlíusson sjávarútvegsráðherra hefur undirritað. Hækkunin verður dregin frá því aflamarki sem annars yrði úthlutað á fiskveiðiárinu sem hefst 1. september.

Tilefni þessarar ákvörðunar eru erfiðleikar sem rekja má til mikillar ýsugengdar á veiðisvæðum við Ísland en 21. apríl var búið að veiða rúmlega 90% aflaheimilda í ýsu fyrir yfirstandandi fiskveiðiár. Hafrannsóknastofnun og Fiskistofa taka undir að nauðsynlegt sé að bregðast við vandanum, segir í frétt frá ráðuneytinu.

Í áliti Hafrannsóknastofnunar segir að stofnunin leggist ekki gegn því að aflamark verði aukið á yfirstandandi fiskveiðiári, að því er fram kemur í  Morgunblaðinu í dag.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert