Eldtunga rennur í Meradali

Við Geldingadali í gær.
Við Geldingadali í gær. Ljósmynd/Ólafur Þórisson

„Það nýjasta er að hérna rétt eftir hádegi, sennilega upp úr klukkan tvö hafði tunga verið að teygja sig út úr Geldingadölum í austurátt. Hún byrjaði að ná fram á brekkubrún og er farin að renna niður í Meradali,“ segir Gunnar Schram, yfirlögregluþjónn hjá lögreglunni á Suðurnesjum, um nýjustu vendingar í eldgosinu í Geldingadölum. 

Hann segir hafa stefnt í þetta í nokkurn tíma og flæðisins yfir í Meradali hafa verið beðið með eftirvæntingu. 

Drónamynd frá Geldingadölum í gær.
Drónamynd frá Geldingadölum í gær. Ljósmynd/Ólafur Þórisson

Gunnar segir ekki marga á gossvæðinu eins og stendur, en það sé vanalega núna síðdegis sem fólki fjölgi á svæðinu. 

Eitthvað um útköll 

Gunnar segir eitthvað hafa verið um útköll viðbragðsaðila að undanförnu. Bæði hafi maður villst af leið og svo hafi eitthvað verið um minni háttar meiðsli.

Fjölmenni í hlíðinni við Geldingadali.
Fjölmenni í hlíðinni við Geldingadali. Ljósmynd/Ólafur Þórisson
Ljósmynd/Ólafur Þórisson
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert