Eldur kviknaði í bíl á þvottaplani Orkunnar við Grjótháls. Að sögn varðstjóra slökkviliðsins á höfuðborgarsvæðinu barst tilkynning um eldinn um klukkan hálftíu í kvöld.
Slökkvistarf gekk vel og engan sakaði. Eftir að slökkvistarfinu lauk var bíllinn fjarlægður af Króki.
Talið er að eldurinn hafi kviknað vegna tæknilegrar bilunar í bílnum.