Hraðpróf lækki kostnað

Ferðamenn þurfa að ganga í gegnum mörg Covid-19-próf vegna komu …
Ferðamenn þurfa að ganga í gegnum mörg Covid-19-próf vegna komu sinnar hingað til lands. Það eykur heildarkostnað við ferðalagið. mbl.is/Árni Sæberg

Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir ferðamálaráðherra segist gera ráð fyrir að í þeim tilvikum sem hraðpróf gegn veirunni dugar í heimalandi ferðamanns verði það framkvæmt hér í stað PCR-prófs fyrir brottför ferðamanns frá Íslandi. Það sé ódýrara og hafi þá ekki áhrif á skimunargetu okkar með PCR-prófum.

Kristófer Oliversson, framkvæmdastjóri Center-hótela, sagði í Morgunblaðinu fyrr í vikunni að hátt verð PCR-prófa geti dregið úr ferðavilja. Kostnaður eins ferðamanns frá Bretlandi vegna prófa er nálægt 80 þúsund krónum. Þórdís segir að það hljóti að koma til skoðunar að vera með hraðpróf í stað PCR-prófa í tilvikinu sem nefnt var hér á undan. „Það er í raun sjálfsagt og eðlilegt að láta það duga geri heimaland ferðamannsins ekki kröfu um PCR-próf. Það myndi þá heldur ekki hafa áhrif á skimunargetu okkar,“ segir Þórdís Kolbrún.

Hún segir að það sé svo úrlausnarefni þegar fram líða stundir á hvaða tímapunkti ekki verður lengur gerð krafa um PCR-próf á landamærunum, til dæmis gagnvart fólki með mótefna- eða bólusetningarvottorð, að því er fram kemur í Morgunblaðinu í dag.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka