Hvika ekki frá fyrri ákvörðunum

Hátt í 200 hjólhýsi eru í hverfinu á Laugarvatni.
Hátt í 200 hjólhýsi eru í hverfinu á Laugarvatni. mbl.is/Jakob Fannar Sigurðsson

Sveitarstjórn Bláskógabyggðar hefur hafnað áskorun Samhjóls, samtaka hjólhýsaeigenda á Laugarvatni, um að lengja gildistíma þeirra samninga um leigu lands í hjólhýsahverfinu sem renna út í lok ársins.

Vísar sveitarstjórnin til þess að hjólhýsabyggð eins og er á Laugarvatni sé ekki heimil samkvæmt gildandi lögum og reglum. Stendur sveitarstjórnin því við ákvörðun sem tekin var í september á síðasta ári um að loka byggðinni þegar samningar renna út.

Um 200 lóðir eru leigðar út í hjólhýsabyggðinni á Laugarvatni og hafa þeir sem lengst hafa verið með hýsi þar verið þar frá upphafi, árið 1980.

Fulltrúar lögreglustjórans á Suðurlandi og Brunavarna Árnessýslu skoðuðu hjólhýsasvæðið í maí á síðasta ári og gerðu margvíslegar athugasemdir við byggðina, sérstaklega eldvarnir, að því er fram kemur í  Morgunblaðinu í dag.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert