Kvarta undan ríkisstuðningnum

mbl.is/Hari

Félag atvinnurekenda hefur sent kvörtun til umboðsmanns Alþingis vegna þeirrar ákvörðunar Póst- og fjarskiptastofnunar að veita Íslandspósti viðbótarframlag árið 2020.

Með ákvörðuninni var ríkinu gert að leggja Póstinum til 509 milljónir vegna hreins kostnaðar fyrir veitta þjónustu á árinu 2020, að frádregnu 250 milljóna króna viðbótarframlagi.

Rifjað er upp í kvörtun FA til umboðsmanns að með ákvörðuninni hafi Póst- og fjarskiptastofnun fallist á að ákveða framlag á grundvelli gjaldskrár sem tók gildi 1.1. 2020.

Sú gjaldskrá hefur verið umdeild en með henni varð landið að einu gjaldsvæði, í stað fjögurra, og með því lækkaði verð á sendingum Póstsins út á land mikið. Miðast gjaldskráin við pakka upp að 10 kg., að því er fram kemur í Morgunblaðinu í dag.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert