Guðni Th. Jóhannesson forseti og Guðmundur Ingi Guðbrandsson umhverfisráðherra opnuðu plokkdaginn í morgun ásamt stúlkum í náttúruklúbbnum í Laugardal. Eins og undanfarin ár er dagurinn haldinn til að vekja fólk til umhugsunar og vakningar um rusl í náttúrunni og að plokka það upp.
Opnunin fór fram í Laugardalnum, heimavelli stúlknanna en þær vilja hafa Laugardalinn fínan fyrir alla sem eru að koma í bólusetningu.
Bent er á að plokk sé ekki bara gott fyrir náttúruna, heldur sé það góð hreyfing fyrir alla aldurshópa, hver geti plokkað á sínum hraða og tíma og þetta fegri nærsamfélagið. Þá kosti það ekkert nema ruslapoka að tína saman rusl.