Sá sem greindist með kórónuveiruna utan sóttkvíar í gær var með barninu sínu í sóttkví. Þetta staðfestir Hjördís Guðmundsdóttir, samskiptastjóri almannavarna, við mbl.is.
Til nánari útskýringar segir hún að þegar foreldrar eru með barni í sóttkví sem er ekki nógu gamalt til að vera eitt þá séu þeir ekki skráðir í sóttkví.
Viðkomandi smitaðist því af barninu sínu og hefur ekki smitað aðra, sökum þess að hann var þegar í sóttkví við greiningu.