Sjaldgæfar heimsóknir skræklóu og mjallhegra

Skræklóa sem sást í byrjun apríl við Hamragarða undir Vestur-Eyjafjöllum …
Skræklóa sem sást í byrjun apríl við Hamragarða undir Vestur-Eyjafjöllum er fimmta skræklóan sem sés á Íslandi svo staðfest sé Ljósmynd/Sæmundur Óskarsson

Tveir sjaldgæfir fuglar hafa í mánuðinum glatt þá sem mest og best fylgjast með fljúgandi flækingum. Fyrir nokkru sást mjallhegri nokkrum sinnum við Markarfljót og ekki langt frá sást skræklóa við Hamragarða undir V-Eyjafjöllum.

Þetta var fimmta skræklóan sem sést hér á landi svo staðfest sé. Hún sást fyrst árið 1939, en hefur síðan sést 1970, 1980, 2014 og núna 2021. Fyrri fundarstaðir eru á Rauðasandi, Vestmannaeyjum, Selvogi og Garðskaga. Yann Kolbeinsson fuglafræðingur segir að fuglinn hafi væntanlega komið hingað frá Ameríku. Í Evrópu er skræklóa skilgreind sem sjaldgæfur flækingur. Yann segir að svipur sé með skræklóu og frænku hennar sandlóunni.

Mjallhegrinn, sem sást nokkrum sinnum fyrri hluta mánaðarins, er 9. eða 10. fuglinn, sem finnst hérlendis. Sá fyrsti fannst í maí 2000 í Beruvík undir Snæfellsjökli. Slíkir hegrar hafa einnig fundist á Reykhólum, Þórshöfn, Kelduhverfi, Djúpavogi, Lóni og í Leirársveit, að því er fram kemur í umfjöllun um fuglakomur í Morgublaðinu í dag.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert