Steig út úr bifreið sem rann á lögreglubifreið

Bifreið stúlkunnar rann á lögreglubifreið.
Bifreið stúlkunnar rann á lögreglubifreið. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Á þriðja tímanum í nótt hafði lögreglan á höfuðborgarsvæðinu afskipti af ökumanni bifreiðar í austurbænum í Reykjavík. Ökumaðurinn, sem reyndist vera 17 ára stúlka, virti ekki stöðvunarboð lögreglu strax. Þegar bifreiðin stoppaði loks steig stúlkan út úr bifreiðinni án þess að tryggja að hún myndi ekki renna af stað og varð afleiðing sú að bifreiðin rann á lögreglubifreiðina.

Í dagbók lögreglunnar kemur fram að stúlkan sé grunuð um akstur undir áhrifum fíkniefna, en hún var að lokinni sýnatöku sótt af móður sinni á lögreglustöð.

Nokkur önnur tilvik ölvunar- og fíkniefnaaksturs komu á borð lögreglunnar, meðal annars í eitt skipti á fimmta tímanum í Neðra-Breiðholti, þar sem ökumaður hefur ítrekað verið tekinn fyrir akstur án réttinda, en hann hefur aldrei öðlast ökuréttindi.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert