Tveir fá 330 þúsund í vasann

Enginn hlaut stóra vinninginn í kvöld.
Enginn hlaut stóra vinninginn í kvöld.

Enginn var með allar tölurnar réttar í Lottóinu í kvöld en tæpar 37 milljónir króna voru í pottinum.

Tveir unnu bónusvinninginn og fær hvor þeirra tæpar 330 þúsund krónur í vasann. Miðarnir voru seldir í Leirunesti á Akureyri og í áskrift.

Fimm heppnir spilarar voru með fjórar réttar jókertölur í réttri röð og fær hver þeirra 100 þúsund krónur í vinning.

Vinningstölur kvöldsins: 8-17-20-24-25

Bónustalan: 7

Jókertölurnar: 7-2-5-4-2

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert