Tveir upp á 3 eða meira í dag

Upptök skjálftanna voru á eldgossvæðinu.
Upptök skjálftanna voru á eldgossvæðinu. mbl.is/Kristinn Magnússon

Tveir skjálftar af stærð 3 og 3,1 riðu yfir á gossvæðinu hvor sínu megin við hádegið. Samkvæmt upplýsingum á vef Veðurstofunnar voru upptök skjálftanna beggja á um 5 km dýpi.

Fyrri skjálftinn og jafnframt sá stærri reið yfir klukkan 11:38, en sá síðari kl 12:32.

Í kjölfar þess síðari urðu tveir aðrir minni skjálftar. Sá fyrri upp á 2,3 en sá síðari var 2 að stærð.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert