Þörf er á sérstakri gæslu til að að passa upp á fólk fari ekki á milli hrauntungunnar sem kemur úr Geldingadölum og hinnar sem er í Meradölum. Um 200 metrar eru í að þær mætist.
Þetta segir Gunnar Schram, yfirlögregluþjónn hjá lögreglunni á Suðurnesjum, við mbl.is.
Um þrír til fjórir menn passa upp á að fólk hætti sér ekki á svæðið.
Gunnar greindi frá því fyrr í dag að hrauntungan úr Geldingadölum sé að renna niður í Meradali.