Bjarni Jónsson vann forval í NV

Bjarni, Lilja Rafney og Sigríður.
Bjarni, Lilja Rafney og Sigríður. Ljósmynd/Aðsend

Bjarni Jónsson mun leiða lista Vinstrihreyfingarinnar – græns framboðs í Norðvesturkjördæmi í komandi alþingiskosningum. 

Bar Bjarni sigur úr býtum í rafrænu forvali sem hófst á föstudag og lauk í dag. Hafði hann betur gegn sitjandi oddvita og þingmanni, Lilju Rafneyju Magnúsdóttur. 

Niðurstaða forvalsins er eftirfarandi:

1. sæti – Bjarni Jónsson með 543 atkvæði í 1. sæti

2. sæti – Lilja Rafney Magnúsdóttir með 565 atkvæði í 1.-2. sæti

3. sæti – Sigríður Gísladóttir með 444 atkvæði í 1.-3. sæti

4. sæti – Þóra Margrét Lúthersdóttir með 622 atkvæði í 1.-4. sæti

5. sæti – Lárus Ástmar Hannesson með 679 atkvæði í 1.-5. sæti

Átta voru í framboði. Á kjörskrá voru 1.454, atkvæði greiddu 1.049 og var kosningaþátttaka 72%.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert