Tvö útköll vegna brennandi bíla

Eldur í bíl við Suðurlandsbraut.
Eldur í bíl við Suðurlandsbraut. Ljósmynd/Slökkvilið höfuðborgarsvæðisins

Nokkuð annríki hefur verið hjá slökkviliðinu á höfuðborgarsvæðinu liðinn sólarhring. Dælubílar voru kallaðir út sex sinnum, einu sinni vegna vatnstjóns og tvívegis vegna elds í bifreið, að því er segir í tilkynningu frá slökkviliðinu.

Annað þeirra var á Grjóthálsi í Reykjavík, eins og mbl.is greindi frá í gær. Af mynd slökkviliðsins að dæma hefur hitt verið á Suðurlandsbraut.

Sjúkrabílar hafa verið sendir í um 100 verkefni síðasta sólarhringinn, þar af 34 forgangsverkefni og voru ellefu þeirra vegna Covid-19.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert