Aðalmeðferð hafin í máli vegna íkveikju á Bræðraborgarstíg

Marek Moszcynski er ásakaður um íkveikju í fyrra með þeim …
Marek Moszcynski er ásakaður um íkveikju í fyrra með þeim af­leiðing­um að þrír lét­ust. mbl.is/Kristinn Magnússon

Aðalmeðferð hófst í morgun í Héraðsdómi Reykjavíkur í sal 101 í máli gegn Marek Moszcynski sem ákærður er fyrir að hafa kveikt í húsi á Bræðra­borg­ar­stíg síðasta sum­ar með þeim af­leiðing­um að þrír lét­ust.

Marek mætti í dómsalinn ásamt verjanda sínum og í fylgd fangavarða. Kolbrún Benediktsdóttir varahéraðssaksóknari er saksóknari í málinu. Samkvæmt dagskrá dómstólsins mun aðalmeðferðin standa næstu fjóra daga, en verjandi mannsins hafði áður óskað eftir að málið færi fram fyrir luktum dyrum. Dómari hafnaði þeirri kröfu hins vegar.

Marek Moszcynski ásamt lögmanni sínum í dómsal í morgun.
Marek Moszcynski ásamt lögmanni sínum í dómsal í morgun. mbl.is/Kristinn Magnússon

Marek neitaði sök um manndráp og íkveikju við þing­fest­ingu máls­ins síðasta haust. Þrír geðlækn­ar hafa metið mann­inn ósakhæf­an og staðfestu þeir þar með fyrra mat geðlækna.

Í ákær­unni er maður­inn sagður hafa kveikt eld á gólfi í her­bergi sínu á ann­arri hæð, á tveim­ur stöðum á gólfi í sam­eig­in­legu rými á sömu hæð og und­ir stiga sem sem lá upp á þriðju hæð húss­ins.

Kolbrún Benediktsdóttir er saksóknari í málinu.
Kolbrún Benediktsdóttir er saksóknari í málinu. mbl.is/Kristinn Magnússon

Í ákær­unni kem­ur jafn­framt fram að þegar hann hafi kveikt eld­inn hafi 13 manns verið í hús­inu og var húsið orðið nær al­elda þegar slökkvistarf hófst.

Þrjú lét­ust í brun­an­um, 24 ára kona, 21 árs karl­maður og 26 ára kona. Kem­ur fram í ákær­unni að þau tvö fyrr­nefndu hafi lát­ist af völd­um koloxíðeitr­un­ar við inn­önd­un á reyk, en hin kon­an lát­ist þegar hún féll niður af þriðju hæð þegar hún reyndi að flýja eld­inn.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert