Aðalmeðferð hafin í máli vegna íkveikju á Bræðraborgarstíg

Marek Moszcynski er ásakaður um íkveikju í fyrra með þeim …
Marek Moszcynski er ásakaður um íkveikju í fyrra með þeim af­leiðing­um að þrír lét­ust. mbl.is/Kristinn Magnússon

Aðalmeðferð hófst í morg­un í Héraðsdómi Reykja­vík­ur í sal 101 í máli gegn Ma­rek Moszcynski sem ákærður er fyr­ir að hafa kveikt í húsi á Bræðra­borg­ar­stíg síðasta sum­ar með þeim af­leiðing­um að þrír lét­ust.

Ma­rek mætti í dómsal­inn ásamt verj­anda sín­um og í fylgd fanga­varða. Kol­brún Bene­dikts­dótt­ir vara­héraðssak­sókn­ari er sak­sókn­ari í mál­inu. Sam­kvæmt dag­skrá dóm­stóls­ins mun aðalmeðferðin standa næstu fjóra daga, en verj­andi manns­ins hafði áður óskað eft­ir að málið færi fram fyr­ir lukt­um dyr­um. Dóm­ari hafnaði þeirri kröfu hins veg­ar.

Marek Moszcynski ásamt lögmanni sínum í dómsal í morgun.
Ma­rek Moszcynski ásamt lög­manni sín­um í dómsal í morg­un. mbl.is/​Krist­inn Magnús­son

Ma­rek neitaði sök um mann­dráp og íkveikju við þing­fest­ingu máls­ins síðasta haust. Þrír geðlækn­ar hafa metið mann­inn ósakhæf­an og staðfestu þeir þar með fyrra mat geðlækna.

Í ákær­unni er maður­inn sagður hafa kveikt eld á gólfi í her­bergi sínu á ann­arri hæð, á tveim­ur stöðum á gólfi í sam­eig­in­legu rými á sömu hæð og und­ir stiga sem sem lá upp á þriðju hæð húss­ins.

Kolbrún Benediktsdóttir er saksóknari í málinu.
Kol­brún Bene­dikts­dótt­ir er sak­sókn­ari í mál­inu. mbl.is/​Krist­inn Magnús­son

Í ákær­unni kem­ur jafn­framt fram að þegar hann hafi kveikt eld­inn hafi 13 manns verið í hús­inu og var húsið orðið nær al­elda þegar slökkvistarf hófst.

Þrjú lét­ust í brun­an­um, 24 ára kona, 21 árs karl­maður og 26 ára kona. Kem­ur fram í ákær­unni að þau tvö fyrr­nefndu hafi lát­ist af völd­um koloxíðeitr­un­ar við inn­önd­un á reyk, en hin kon­an lát­ist þegar hún féll niður af þriðju hæð þegar hún reyndi að flýja eld­inn.

mbl.is
Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert