Slökkviliðið á höfuðborgarsvæðinu sinnti alls 18 Covid-flutningum í dag, sautján fyrir klukkan átta og einum í kvöld. Er það svipað álag og vant er að sögn vaktmanns slökkviliðsins.
Farið var í þrjú útköll í kvöld sem voru öll minni háttar, tvö vegna elds í ruslatunnum og eitt þar sem grunur var um eldsvoða.