Grunn lægð er á leið austur yfir landið og henni fylgja úrkomuskil með rigningu. Eftir að skilin eru farin yfir landið gengur í norðlæga átt, 5-10 m/s, styttir upp og léttir til sunnan til en skúraveður nyrðra. Í kvöld kólnar og skúrir verða að éljum en á morgun dregur úr úrkomu og útlit fyrir að verði bjart en nokkuð svalt í flestum landshlutum eftir hádegi að því er segir í hugleiðingum veðurfræðings á Veðurstofu Íslands.
Norðlæg átt, víða 3-10 m/s en 8-13 austast fram undir kvöld. Lítils háttar él á Norður- og Austurlandi fram eftir degi en annars bjart með köflum. Þykknar upp með stöku skúrum syðst síðdegis.
Breytileg átt, 3-8 m/s og léttskýjað á morgun en skýjað með köflum vestan til og lítils háttar súld þar síðdegis. Gengur í norðvestan 8-13 norðaustanlands undir kvöld.
Hiti 5 til 13 stig en 0 til 4 stig norðan- og austanlands.
Á þriðjudag:
Vestlæg eða breytileg átt, 3-8 m/s og léttskýjað en skýjað með köflum vestan til. Hiti 4 til 12 stig að deginum.
Á miðvikudag:
Fremur hæg norðlæg átt. Bjart með köflum og hiti 5 til 12 stig en nálægt frostmarki á Norðaustur- og Austurlandi.
Á fimmtudag:
Hæg breytileg átt, skýjað með köflum og þurrt en lítils háttar úrkoma syðst. Hiti 1 til 8 stig.
Á föstudag:
Gengur í norðaustanstrekking eða allhvassan vind með slyddu eða snjókomu og hita um eða undir frostmarki en rigning og hiti 2 til 7 stig sunnanlands.
Á laugardag:
Líklega austlæg átt og þurrt að kalla. Kalt á A-verðu landinu en að 8 stigum V-til.
Á sunnudag:
Útlit fyrir norðaustlæga átt með stöku él en bjart syðra. Kólnandi.