Heimsmarkaðsverð á minkaskinnum hefur tvöfaldast

Skinn bíða uppboðs.
Skinn bíða uppboðs. Morgunblaðið/Helgi Bjarnason

Verð á minkaskinnum hefur hækkað um það bil 20% á uppboði sem stendur yfir í Kaupmannahöfn þessa dagana, frá því verði sem fékkst á febrúaruppboði, og öll framboðin skinn seljast.

Verðið hefur meira en tvöfaldast á þessum tveimur uppboðum og stendur nú undir framleiðslukostnaði eftir mikinn taprekstur búanna síðustu fimm árin. „Þetta er virkilega ánægjulegt og gott fyrir þá bændur sem enn starfa í greininni,“ segir Einar Eðvald Einarsson, loðdýrabóndi á Syðra-Skörðugili og formaður Sambands loðdýrabænda.

Skinnauppboðið í Kaupmannahöfn var netuppboð, eins og uppboðið í febrúar, og tiltölulega fá skinn til sölu í sögulegu samhengi. Dregið hefur úr framleiðslunni í heiminum vegna tapreksturs undanfarin ár. Þá fór drjúgur hluti framleiðslu ársins í gryfjur í Danmörku þegar stjórnvöld fyrirskipuðu niðurskurð allra minka í landinu vegna afbrigðis af kórónuveirunni sem fannst á minkabúum.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert