Hópsmit komið upp í Þorlákshöfn

Frá Þorlákshöfn.
Frá Þorlákshöfn. mbl.is/Þorgeir Baldursson

Fjögur ný kórónuveirusmit fengust staðfest í Þorlákshöfn í gærkvöldi. Enn var verið að vinna úr sýnatökum þegar Morgunblaðið fór í prentun en samkvæmt heimildum blaðsins er um hópsmit að ræða í bæjarfélaginu.

„Brauðið er ekki komið úr ofninum, það er enn verið að skoða þetta. Það er staðfest að einhverjir eru með smit en þetta er ekki stór hópur,“ segir Elliði Vignisson, bæjarstjóri í Ölfusi. Vonast er til að nægilega snemma hafi verið gripið inn í útbreiðsluna til að veiran hafi ekki dreift frekar úr sér. „Miðað við reynsluna sem við höfum af undanförnum misserum er ljóst að nokkuð stór hópur þarf að fara í sóttkví. Þetta virðist þó vera afmarkað og við vonum að þetta nái ekki samfélagssmiti,“ segir Elliði. Ekki liggur fyrir hvort þeir smituðu hafi verið í sóttkví þegar þeir greindust með veiruna.

Almannavarnir greindu um helgina frá samtals þrjátíu nýjum kórónuveirusmitum innanlands. Greint var frá þrettán smitum í gær og voru allir viðkomandi í sóttkví við greiningu. Á laugardag var greint frá sautján smitum en einn af þeim sem greindust var utan sóttkvíar.

Almannavarnadeild ríkislögreglustjóra varðist allra fregna í gærkvöldi, að því er fram kemur í Morgunblaðinu í dag

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka