Jöfnuðu fiskmarkað við jörðu

Húsnæðið var hið fyrsta sem byggt var yfir fiskmarkað.
Húsnæðið var hið fyrsta sem byggt var yfir fiskmarkað. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Fiskmarkaðshúsið við Fornubúðir í Hafnarfirði hefur verið rifið, en það gjöreyðilagðist í eldsvoða sem kom upp í vesturhluta hússins í byrjun sumars 2019.

Í nýju rammaskipulagi Hafnarfjarðarbæjar er gert ráð fyrir að á lóðinni, sem er við hlið nýrra höfuðstöðva Hafrannsóknastofnunar, rísi nokkurra hæða skrifstofuhúsnæði, að því er fram kemur í Morgunblaðinu í dag.

Rósa Guðbjartsdóttir bæjarstjóri Hafnarfjarðar segir lóðina vera meðal þeirra sem eru til skoðunar undir ný húsakynni Tækniskólans sem hefur leitað til bæjarins vegna áforma um að sameina starfsemi skólans á einn stað.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert