Málið kom ekki á dagskrá

Frá lóð Vöku á Tungumelum um helgina.
Frá lóð Vöku á Tungumelum um helgina. Ljósmynd/Aðsend

Morgunblaðinu hefur borist yfirlýsing frá Valborgu Önnu Ólafsdóttur, formanni heilbrigðisnefndar Kjósarsvæðis, vegna viðtals við Reyni Guðmundsson sem birtist í Morgunblaðinu á laugardag um dagsektir sem leggja á á Vöku.

„Þann 3. mars sendir Reynir á mig póst og óskar ítrekað eftir að hitta mig, formann heilbrigðisnefndar Kjósarsvæðis, á fundi. Áður var hann búinn að óska eftir fundi við mig og benti ég honum þá á að ræða við framkvæmdastjóra heilbrigðiseftirlits Kjósarsvæðis sem sinnir eftirliti fyrir Kjósarsvæðið.

Þann 4. mars sendi ég honum svar þar sem fram kom að ég hafi ekki haft það fyrir venju að hitta aðila ein, sem þurfa að ræða málefni heilbrigðisnefndar Kjósarsvæðis. Benti ég honum á að senda inn erindi til framkvæmdastjóra heilbrigðiseftirlits Kjósarsvæðis, sem muni þá setja málið á dagskrá og nefndin muni ræða það mál. Það var hins vegar ekki gert,“ segir Valborg í yfirlýsingunni og bætir við:

„Fyrirtækið Vaka hefur ekki starfsleyfi, og hefur ekki haft. Er nefndin að sinna þeim málum sem henni ber að sinna og fylgja eftir.“

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert