Íslendingar sem vilja ferðast innanlands geta nýtt sér bókunarvél á nýju sölu- og markaðstorgi fyrir fyrirtæki í ferðaþjónustu, ferðaeyjan.is. Fyrirtækið var stofnað í maí 2020 og er staðsett í Ármúla 42 í Reykjavík, 4. hæð.
Á vefnum geta fyrirtæki, t.d. gististaðir, veitingastaðir og afþreyingarfyrirtæki, auglýst og selt sína þjónustu og vörur.
Þá býður Ferðaeyjan fram ýmsar hagkvæmar lausnir fyrir fyrirtæki í ferðaþjónustu sem eru til þess fallnar að auka sýnileika á þeirra vörum og þjónustu og þeim tilboðum sem boðið verður upp á í sumar.
Vefurinn tekur mun lægri þóknun en erlendar bókunarvélar að því er fram kemur í fréttatilkynningu og ætti því að stuðla að lægra verði fyrir neytendur á Íslandi ef bókað er í gegnum hann.
Eitt af markmiðum Ferðaeyjunnar er að skapa vettvang þar sem hægt er að fá góða sýn yfir fjölbreytta gistimöguleika og tilboð fyrirtækja í ferðaþjónustu hér á landi.