Sex smit innanlands – enginn í sóttkví

Vegna hópsýkingar í tengslum við leikskólann Jörfa voru fjölmargir skimaðir …
Vegna hópsýkingar í tengslum við leikskólann Jörfa voru fjölmargir skimaðir við Covid-19 á Suðurlandsbraut í síðustu viku. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Sex greindust með kórónuveiruna innanlands í gær enginn þeirra var í sóttkví við greiningu. Fimm eru á sjúkrahúsi vegna Covid-19. Ekkert smit greindist á landamærunum í gær.

Mjög hefur fjölgað í einangrun en fækkað í sóttkví síðan á föstudag. Nú eru 169 í einangrun en voru 134 fyrir helgi. Í sóttkví er 351 en fyrir helgi voru þeir 812 talsins. Í skimunarsóttkví er svipaður fjöldi eða 1.100.

Alls voru tekin 744 sýni innanlands í gær og 610 á landamærunum.

Alls eru 52 börn í ein­angr­un með kór­ónu­veiruna á Íslandi í dag. Eitt barn á fyrsta ári er með smit, 33 smit eru meðal barna á aldr­in­um 1-5 ára, 13 smit eru á meðal barna á aldr­in­um 6-12 ára og fimm í ald­urs­hópn­um 13-17 ára. 

Í ald­urs­hópn­um 18-29 ára eru 25 smit, 31 smit er í ald­urs­hópn­um 30-39 ára, 28 smit eru í ald­urs­hópn­um 40-49 ára, 21 smit er í ald­urs­hópn­um 50-59 ára, tíu meðal fólks á sjö­tugs­aldri og tveir á átt­ræðis­aldri eru með Covid-19.  

Nýgengi innanlands á hverja 100 þúsund íbúa síðustu tvær vikur er 39,8 og 4,9 á landamærunum. 

Vikan 26. apríl – 2. maí verður, í bólusetningum, sú umfangsmesta hingað til. Rúmlega 26 þúsund einstaklingar verða bólusettir, þarf af fá 23 þúsund einstaklingar sína fyrri bólusetningu. Af þeim fá 9.300 einstaklingar bóluefni Pfizer en um 16 þúsund einstaklingar fá bóluefni AstraZeneca. Einnig verður byrjað að bólusetja með bóluefni Janssen.



mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert